Byrjunarlið Íslands gegn Skotlandi

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Íslands.
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson hefur valið fyrsta byrjunarlið sitt sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, en Ísland mætir Skotlandi í vináttuleik á La Manga á Spáni nú klukkan 15.

Sonný Lára Þráinsdóttir stendur í markinu og spilar sinn fimmta landsleik, en hún á fæsta leiki að baki hjá þeim sem byrja leikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði spilar sinn 121. landsleik, Hallbera Guðný Gísladóttir spilar 99. leikinn sinn og Fanndís Friðriksdóttir 98. leikinn.

Lið Íslands er þannig skipað:

Mark:
Sonný Lára Þráinsdóttir

Vörn: 
Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elín Metta Jensen

Sókn:
Agla María Albertsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir.

Varamenn:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (M), Sandra Sigurðardóttir (M). Guðrún Arnardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Rakel Hönnudóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert