Sóley María í Breiðablik

Sóley María Steinarsdóttir er orðin leikmaður Breiðabliks.
Sóley María Steinarsdóttir er orðin leikmaður Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Sóley María Steinarsdóttir gekk í dag í raðir Breiðabliks frá Þrótti Reykjavík. Sóley er fædd árið 2000 og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 52 leiki í meistaraflokki Þróttar og skorað í þeim fjögur mörk.

Sóley var á fimmtánda aldursári er hún lék sína fyrstu leiki með Þrótti í Pepsi-deildinni árið 2015. Hún var svo í stóru hlutverki síðasta sumar í Inkasso-deildinni og var valin í lið ársins af leikmönnum og þjálfurum liðanna í deildinni. Hún var svo valin íþróttamaður Þróttar árið 2018. 

Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðinum Íslands. Sóley hefur spilað ellefu leiki með U17 og tíu leiki með U19. „Sóley María bætist í hinn unga en mjög öfluga meistaraflokkshóp félagsins og verður spennandi að fylgjast með henni á næstu misserum. Við bjóðum Sóleyju Maríu velkomna í Breiðablik,“ segir í tilkynningu frá Breiðabliki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert