Tindastóll á enn veika von

Tindastóll á enn möguleika á að fara upp um deild.
Tindastóll á enn möguleika á að fara upp um deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veik von Tindastóls um að spila í efstu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð er enn á lífi eftir 3:0-sigur á Grindavík á útivelli í Inkasso-deild kvenna í fótbolta í dag. 

Staðan, úrslit og næstu leikir í Inkasso-deild kvenna

Vigdís Erla Friðriksdóttir kom Tindastóli yfir á 15. mínútu og hin bandaríska Murielle Tiernan gulltryggði sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla skömmu fyrir leikslok. 

Tindastóll er með 28 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, sjö stigum á eftir FH, sem nægir einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í efstu deild. 

Í hinum leik dagsins í deildinni hafði Fjölnir betur gegn ÍR á heimavelli, 1:0. Bertha María Óladóttir skoraði sigurmark Fjölnis á 81. mínútu. Með sigrinum fór Fjölnir upp um tvö sæti og í sjöunda sæti en ÍR er á botninum með aðeins eitt stig. 

Staðan í Inkasso-deild kvenna.
Staðan í Inkasso-deild kvenna. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert