Flóttamenn æfa hjá Þrótturum

Flóttamennirnir níu í hópi leikmanna SR á æfingunni í gærkvöld.
Flóttamennirnir níu í hópi leikmanna SR á æfingunni í gærkvöld. Ljósmynd/@throtturrvk

Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur um nokkurt skeið boðið flóttamönnum á Íslandi að æfa með varaliði sínu, SR, sem leikur í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Þróttarar skýra frá því á Twitter-síðu sinni að í gærkvöld hafi átta flóttamenn frá Sómalíu og einn frá Gana mætt á æfingu liðsins á Eimskipsvellinum í Laugardal og alls hafi meira en fimmtán flóttamenn æft með SR síðasta árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert