Þurftum að halda í trúna

Glódís Perla í leiknum í kvöld.
Glódís Perla í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægð með 1:0 sigurinn gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með að við höfum klárað þennan leik. Við skorum mark og höldum hreinu og náum í þessi stig sem við ætluðum okkur í þessari ferð,“ Glódís í samtali við RÚV eftir leik.

Hún telur að lykillinn að sigrinum hafi verið sá að liðið hafi aldrei misst trúna. „Ég myndi segja að það hafi verið það að við höfum haldið í trúna. Þetta var ekki besti leikur sem við höfum spilað, langt í frá, en við þurftum að halda í trúna og fara ekki í eitthvað „panikk“ af því að við vorum ekki búnar að skora.“

„Við vissum náttúrulega að við þyrftum að vinna og helst að skora fleiri mörk en ég er ánægð með að við kláruðum þetta. Þetta eru ekki léttir leikir í nóvember og desember í gríðarlegum kulda og svo eru margir á Íslandi ekki búnir að spila á Íslandi í langan tíma og alls konar svona þættir,“ sagði Glódís að lokum.

Byrjunarlið Íslands í dag. Glódís er númer 4.
Byrjunarlið Íslands í dag. Glódís er númer 4. Ljósmynd/Szilvia Micheller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert