Víkingur og Breiðablik fá háar fjárhæðir

Víkingur og Breiðablik fá háar upphæðir.
Víkingur og Breiðablik fá háar upphæðir. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík og Breiðablik, topplið Bestu deildarinnar í fótbolta, fá háar fjárhæðir fyrir árangurinn í Evrópukeppnum á leiktíðinni.

Bæði lið féllu úr leik í 3. umferð Sambandsdeildarinnar í gær og er Evrópuævintýri liðanna því á enda að sinni.

Víkingur byrjaði í forkeppni Meistaradeildarinnar, vann þar tvo leiki, en féll síðan úr leik gegn Malmö í 1. umferð og fór fyrir vikið niður í Sambandsdeildina. Þar fór liðið áfram úr tveimur einvígjum en tapaði að lokum fyrir Lech Poznan í 3. umferðinni í gær.

Breiðablik byrjaði í Sambandsdeildinni og sló einnig tvö lið úr leik, en féll síðan úr leik fyrir Istanbúl Basaksehir í 3. umferðinni.

Víkingur fær 1,2 milljónir evra, eða um 170 milljónir króna, fyrir sinn snúð og Breiðablik 850 þúsund evrur, 120 milljónir króna. KR, sem féll úr leik gegn Pogon frá Póllandi í 1. umferðinni, fær 250 þúsund evrur, 35 milljónir. KR vann seinni leikinn á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert