Í fyrsta skipti í sögu Víkings

Nýja Víkingstreyjan.
Nýja Víkingstreyjan. Ljósmynd/Víkingur Reykjavík

Víkingur úr Reykjavík kynnti í dag nýja heimatreyju fyrir komandi tímabil. Er treyjan frábrugðin öðrum heimatreyjum félagsins, því hún er að meirihluta svört, sem er í fyrsta skipti í sögu félagsins. 

Halldór Smári Sigurðsson, leikjahæsti leikmaður karlaliðs félagsins í fótbolta, og fatahönnuðurinn Bergur Guðnason, sem er uppalinn í Fossvogi, komu m.a. að hönnum treyjunnar.

Treyjuna má sjá í myndinni í fréttinni.

Ljósmynd/Víkingur

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Víkinga:

Víkingar kynna nýja keppnistreyju hannaða af Halldóri Smára Sigurðssyni, leikmanni Víkings og Bergi Guðnasyni.

Í febrúar 2023 ýttu Halldór Smári Sigurðsson og Bergur Guðnason, hönnuðir treyjunnar, úr vör ferli sem endaði með heimsókn í höfuðstöðvar Macron á Ítalíu í ágúst sama ár.

Síðastliðið ár hefur gríðarleg vinna farið í hugmyndavinnu og endanlega hönnun treyjunnar. Allt frá sniði, kraga, stroffs eða hversu þykkar rendurnar áttu að vera var útpælt og niðurstaðan er stórglæsileg.

Í fyrsta sinn í sögu Víkings er treyjan að meirihluta svört. Að sögn Halldórs og Bergs er mikilvægt að þora að ýta við útliti treyjunnar með það að markmiði hönnun hennar og útlit staðni ekki.

Treyjan myndast vissulega vel en til þess að meta hana til fulls þá er nauðsynlegt að handleika hana, skoða í návígi og sjálfsögðu klæðast henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert