Fyrrverandi Eyjamaður hætti eftir EM

Andriuska Mindaugas er hættur með lið Litháen.
Andriuska Mindaugas er hættur með lið Litháen. Reuters

Andriuska Mindaugas hefur sagt af sér sem þjálfari karlalandsliðs Litháen í handknattleik eftir að liði hans mistókst að komast áfram úr riðlakeppni Evrópumótsins.

Litháar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í F-riðlinum í Kosice, 27:29 fyrir Rússum, 26:31 fyrir Slóvökum og 29:35 fyrir Norðmönnum. Litháen var með í lokakeppninni í fyrsta sinn í 24 ár, eða frá árinu 1998.

Mindaugas er með tengingu við Ísland eins og margir litháískir handknattleiksmenn því hann lék með Eyjamönnum á árunum 2000 til 2002 og skoraði grimmt fyrir þá á þeim tíma.

Mindaugas sagði eftir ósigurinn gegn Norðmönnum í gærkvöld að vissulega hefðu allir verið ánægðir með að komast á EM en markmiðið hefði verið að komast áfram úr riðlinum. „Það tókst ekki og þá var ekki annað í stöðunni en að gera breytingar," sagði Mindaugas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert