Höfðum ekki lappir í að skora

Pellegrini á hliðarlínunni í dag.
Pellegrini á hliðarlínunni í dag. AFP

„Það héldu allir að leikurinn væri búinn en ég segi alltaf að leikurinn sé ekki búinn fyrr en búið er að flauta af en fyrsta mark Burnley kom vegna mistaka dómarans,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir 2:2 jafnteflið gegn Burnley í dag.

„Völlurinn var mjög þungur, tveir leikir á 48 tímum og við vorum að vinna 2:0. Þegar staðan var 2:2 höfðum við ekki lappir í að skora. Við áttum bara tvö skot á markið eftir að þeir jöfnuðu. Í fyrri hálfleik fékk Burnley engin færi en við spiluðum ekki vel í síðari hálfleik,“ sagði Pellegrini sem segir jafntefið enga hörmung þar sem Chelsea og Manchester United töpuðu einnig stigum í dag.

„Við höfum 43 stig, og eigum helminginn af leiktímabilinu til að úrskurða um það hvert besta liðið sé. Við vorum á heimavelli, það var okkar forskot í dag en Chelsea og Manchester United gerðu einnig jafntefli. Við munum sjá til hvort Yaya [Touré] og Vincent [Kompany] verði klárir í næsta leik,“ sagði Pellegrini.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is í allan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert