Newcastle stakk Everton af

Newcastle-menn fagna marki Jacks Colbacks (fyrir miðju) en hann kom …
Newcastle-menn fagna marki Jacks Colbacks (fyrir miðju) en hann kom þeim í 3:1. AFP

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni lauk með góðum heimasigri Newcastle á Everton 3:2.

Það voru gestirnir frá Bítlaborginni sem byrjuðu betur í leiknum og eftir fimm mínútna leik kom Arouna Kone þeim yfir, 0:1.

Hinn skæði sóknarmaður Newcastle-manna, Papiss Cisse jafnaði hins vegar metin á 34. mínútu og þar við sat í hálfleik.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleikinn og bættu við tveimur mörkum. Ayoze Pérez kom Newcastle í 2:1 á 51. mínútu og allt virtist stefna í þægilegan sigur þeirra þegar að Jack Colback kom þeim í 3:1.

Gestirnir í Everton gáfust hins vegar ekki upp og Kevin Mirallas minnkaði muninn á 84. mínútu, staðan 3:2. Everton-menn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin en heimamenn að norðan héldu út, lokatölur 3:2.

Með sigrinum stakk Newcastle Everton-liðið af í deildinni. Liðið hefur 26 stig í 9. sæti á meðan Everton hefur 21 stig í 12. sæti.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is í allan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert