Slök byrjun varð okkur að falli

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United segir að lið sitt hefði getað unnið Englandsmeistaratitilinn ef það hefði byrjað betur en raun ber vitni.

Eftir 10 umferðir var United í tíunda sæti deildarinnar með aðeins þrjá sigra en liðið komst á gott skrið og er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en lærisveinar van Gaal hafa unnið 16 af síðustu 23 leikjum sínum.

„Byrjunin hjá okkur var ekki góð. Ef við hefðum byrjað betur þá hefðum við alveg getað endað sem meistarar,“ sagði van Gaal við fjölmiðla en Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun.

„Ég vona að við getum náð markmiðum okkar að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en það eru enn 15 stig í pottinum til að berjast um. Þetta er ekki komið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert