Mourinho hlóð í enn eitt skotið (myndskeið)

José Mourinho á Emirates í dag.
José Mourinho á Emirates í dag. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hlóð í enn eitt skotið í átt að Arsenal og Arsène Wenger knattspyrnustjóra liðsins eftir 0:0 jafntefli liðanna í dag.

„Það sem er leiðinlegt eru 10 ár án titils. Það er mjög leiðinlegt,“ var það fyrsta sem Mourinho sagði við blaðamenn í dag og vísaði þar í þá staðreynd að Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn frá tímabilinu 2003-2004.

„Ef þú styður félag og bíður, og bíður í mörg ár eftir úrvalsdeildartitli, það er leiðinlegt,“ sagði Mourinho.

Eftir það fór taldi hann svo upp tölfræðilegar staðreyndir, svo sem þær að Chelsea hefur skorað næstflest mörk í deildinni og hefur bestan markamun.

Hér að neðan má sjá Mourinho ausa úr viskubrunni sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert