Van Gaal óánægður með upphitunina

Louis van Gaal var ekkert sérstaklega sáttur eftir tapið gegn …
Louis van Gaal var ekkert sérstaklega sáttur eftir tapið gegn Everton á sunnudag. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United hafði strax slæma tilfinningu fyrir leiknum gegn Everton sem varð að endanum að stórtapi United-liðsins 3:0 og segir Hollendingurinn að slöpp upphitun hjá liðinu hafi meðal annars verið þess valdandi að svo fór sem fór en leikmenn Everton komu miklu grimmari til leiks.

James McCarthy kom Everton yfir strax eftir 4 mínútur og John Stones kom þeim í 2:0 eftir 35 mínútur.

„Ég hafði slæma tilfinningu fyrir leiknum og aðstoðarmenn mínir, Ryan Giggs og Albert Stuivenberg, tóku í sama streng vegna þess að upphitunin var ekki eins góð og venjulega,“ sagði van Gaal.

„Á síðustu mínútunum fyrir leikinn geturðu vonast til þess að þeir nái sér, þú getur hvatt þá en þá þegar er það um seinan,“ sagði van Gaal.

Hér má sjá upphitun United-liðsins fyrir leikinn og dæmi nú hver fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert