West Ham framlengir ekki við Allardyce

Sam Allardyce verður ekki áfram hjá West Ham.
Sam Allardyce verður ekki áfram hjá West Ham. AFP

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham United á Englandi, fær ekki framlengingu á samning sínum hjá félaginu, en þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

West Ham United hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið með 47 stig, en liðið tapaði fyrir Newcastle United í lokaumferð deildarinnar í dag, 2:0.

Enskir fjölmiðlar birtu fréttir þess efnis fyrir helgi að West Ham kæmi ekki til með að framlengja samning Allardyce sem rennur út í sumar, en West Ham staðfesti það með yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Allardyce tók við West Ham árið 2011, en hann kom liðinu aftur upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili með liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert