Mason vaknaður eftir aðgerðina

Samstuðið á milli Gary Cahill og Ryan Mason.
Samstuðið á milli Gary Cahill og Ryan Mason. AFP

Ryan Mason, leikmaður Hull, er vaknaður eftir aðgerð sem hann gekkst undir. Hann var í lífshættu eftir að hafa höfuðkúpubrotnað gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, auk þess sem blæddi inn á heila.

Sjá frétt mbl.is: Leikmaður Hull er í lífshættu

„Ryan mun áfram vera undir eftirliti á sjúkrahúsi á næstu dögum. Hann og fjölskylda hans vilja koma fram miklum þökkum fyrir þann stuðning sem fengist hefur úr samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Hull.

Í gærkvöldi fóru svo leikmenn Chelsea, þeir John Terry, Gary Cahill og aðstoðarþjálfarinn Steve Holland, á St Mary‘s-sjúkrahúsið þar sem Mason liggur og dvöldu með fjölskyldunni um stund á meðan aðgerðin fór fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert