Undrast Rooney-málið

Gary Neville
Gary Neville AFP

Sparkspekingurinn Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, efast um að fyrirliðinn Wayne Rooney fari frá Manchester United til Kína á þessum tímapunkti á leiktíðinni.

Í samtali við Sky Sports bendir Neville á að núna þurfi José Mourinho á öllum sínum mönnum að halda og að leikmannahópurinn verði líklega notaður meira en verið hefur á leiktíðinni vegna þeirra fjölda leikja sem United á eftir á leiktíðinni en liðið er enn í öllum keppnum.

„Þetta er undarleg tímasetning. Félagaskiptaglugginn (enski) er lokaður en samt er þessi umræða í gangi þegar tveir mánuðir eru eftir af tímabilinu. Þetta er undarlegt. Hann getur enn lagt sitt af mörkum og það eru margir bikarar í boði sem hann getur bætt við í safnið hjá United,“ sagði Neville sem sló þó varnagla og ítrekaði að hann hefði ekki hugmynd um hvað Rooney mun gera.

„Ég get einnig séð hina hliðina. Að kannski er Wayne ósáttur og vill ekki sitja á bekknum. Þess vegna myndi hann kannski vilja fara. En ég horfi frekar á lok tímabilsins, að það gæti verið eitthvað, en núna? Ég er ekki svo viss um það,” sagði Neville.

Frétt Sky Sports

Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United.
Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert