Wenger hafnaði 4 milljörðum á ári

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hafnaði risatilboði frá Kína sem hefði gert hann að launahæsta þjálfara í heimi.

Ónefnt félag í Kína var reiðubúið að greiða Wenger 30 milljónir punda í árslaun, jafnvirði rúmlega 4 milljarða íslenskra króna, en þessi upphæð er tvöfalt hærri en best launaði stjórinn er með, Pep Guardiola hjá Manchester City.

Framtíð Wengers hjá Arsenal er í óvissu en sjálfur ætlar hann að halda áfram í þjálfun eftir tímabilið hvort sem það verður hjá Arsenal eða öðru liði. Stan Kroenke eigandi Arsenal vill að Wenger haldi áfram og tilbúinn til að hækka laun hans í 10 milljónir punda að ári en árslaun Frakkans hjá Arsenal í dag er 8 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert