Gæti hvorki þjálfað Barcelona né Arsenal

Luis Enrique hættir hjá Barcelona í sumar.
Luis Enrique hættir hjá Barcelona í sumar. AFP

Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham er einn þeirra sem hefur verið orðaður við þjálfastöðuna hjá Barcelona en Börsungar leita nú eftirmanns Luis Enrique sem hættir eftir tímabilið.

Það sást til Pochettino sitja með Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona á veitingastað á Spáni á dögunum og það ýtti undir þær sögusagnir að Pochettino gæti orðið næsti þjálfari Barcelona.

„Ég er fyrrum leikmaður og þjálfari Espanyol. Ég elska félagið og er stuðningsmaður þess og ég gæti því aldrei tekið að mér að þjálfa Barcelona og ef að Daniel Levy myndi reka mig á næstu árum og ég yrði laus þá yrði það ómögulegt fyrir mig að stýra Arsenal,“ segir argentínski stjórinn sem hefur gert það gott með Tottenham.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert