Joey Barton í 18 mánaða bann

Joey Barton í leik með Burnley.
Joey Barton í leik með Burnley. AFP

Joey Barton, miðjumaðurinn skapbráði, hefur verið úrskurðaður í 18 mánaða bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu eftir að hafa verið fundinn sekur um umtalsverð veðmál tengd knattspyrnu. Sky greindi fyrst frá nú rétt í þessu.

Barton játaði að hafa veðjað á um 1.260 leiki á undanförnum tíu árum. Hann gekk til liðs við Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley um áramót, en þá var ekki búið að úrskurða í máli hans sem enska knattspyrnusambandið höfðaði gegn honum. Talið er að hann muni áfrýja lengd bannsins, þó hann hafi viðurkennt brot sitt.

Barton, sem er 34 ára gamall, á langan og litríkan feril að baki og hann sat m.a. í fangelsi um skeið vegna líkamsárásar. Hann lék áður með Manchester City, Newcastle, QPR, Marseille og Rangers og á að baki einn landsleik fyrir Englands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert