City og United í 2. styrkleikaflokki

Pep Guardiola og José Mourinho.
Pep Guardiola og José Mourinho. AFP

Það lítur allt út fyrir að Manchester United og Manchester City verði í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu en United tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær með því að vinna Evrópudeildina.

City og United koma því ekki til með að mæta spænsku liðunum Barcelona, Atletíco Madrid og Sevilla ásamt franska liðinu Paris SG sem verða í 2. styrkleikaflokki.

Chelsea sem er Englandsmeistari verður í 1. styrkleikaflokki en Tottenham og Liverpool, ef það kemst í riðlakeppnina, verða í 3. styrkleikaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert