De Boer tekinn við Palace

Frank de Boer, til vinstri á mynd, með treyju Crystal …
Frank de Boer, til vinstri á mynd, með treyju Crystal Palace. Ljósmynd/cpfc.co.uk

Hollendingurinn Frank de Boer var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en hann tekur við af Sam Allardyce sem hætti í síðasta mánuði. De Boer samdi til þriggja ára við Palace.

De Boer verður fimmti stjóri Palace á síðustu fjórum árum. Hann var síðast stjóri Inter Mílanó en var rekinn þaðan í nóvember eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.

De Boer er 47 ára gamall. Hann náði góðum árangri með Ajax áður en hann tók við Inter, og gerði liðið að hollenskum meistara fjórum sinnum á árunum 2010 til 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert