Nýtt tilboð frá Everton í Gylfa Þór

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Everton ætli að gera Swansea City nýtt tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson en Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton er mjög í mun að fá Gylfa til liðs við sig.

Swansea hefur þegar hafnað 40 milljóna tilboði frá Everton og Leicester City í Gylfa en að því er fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag ætlar Everton að bjóða 45 milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn en sú upphæð jafngildir um 6,2 milljörðum íslenskra króna.

Swansea setti 50 milljón punda verðmiða á Gylfa Þór en líklegt er talið að forráðamenn velska liðsins taki 45 milljón punda tilboði í Gylfa og að gengið verði frá félagaskiptunum á allra næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert