Fimm ensk lið í Meistaradeildarskálunum í dag

Liverpool verður í drættinum í kvöld.
Liverpool verður í drættinum í kvöld. Skapti Hallgrímsson

Liverpool er eitt fimm enskra liða sem verða í „skálunum“ í dag þegar dregið verður í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liverpool tryggði sér sæti í riðlakeppninni með sigri á Hoffenheim, samtals 6:3 í tveimur leikjum.

Þetta er í fyrsta sinn sem England á fimm fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en sú er raunin nú þar sem Liverpool komst áfram úr umspilinu og Manchester United náði í „aukasæti“ með sigri í Evrópudeildinni í vor.

Liðunum 32 hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka fyrir dráttinn sem er kl. 16 í dag. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Dregið er í 8 riðla.

Styrkleikaflokkana má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert