Fyrsti heili leikur Wilshere í þrjú ár

Jack Wilshere í leiknum gegn Doncaster í kvöld.
Jack Wilshere í leiknum gegn Doncaster í kvöld. AFP

Jack Wilshere spilaði sinn fyrsta heila leik með Arsenal í þrjú ár þegar Arsenal sló Doncaster út í 32-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Wilshere, sem hefur verið sérlega óheppinn með meiðsli á sínum ferli, átti mjög góðan leik með Arsenal-liðinu í kvöld sem marði Doncaster 1:0 þar sem Theo Walcott skoraði sigurmarkið.

„Þetta var erfiður leikur og ég verð að hrósa liði Doncaster. Það hélt áfram allan leikinn. Fyrstu 35 mínúturnar voru fínar af okkar hálfu og þegar okkur tókst ekki að skora annað markið þá varð þetta erfitt. Ég var áhyggjufullur því Donacaster-liðið var hættulegt,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert