Rekinn úr starfi landsliðsþjálfara

Mark Sampson.
Mark Sampson. AFP

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti nú rétt í þessu að það hafi sagt Mark Sampson upp störfum sem þjálfara enska kvennalandsliðsins.

Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana tveggja leikmanna enska landsliðsins um kynþáttafordóma af hálfu Sampsons en leikmennirnir sem um ræðir eru dökkir á hörund.

Sampson, sem er 34 ára gamall Wales-verji, tók við þjálfun enska landsliðsins árið 2013. Undir hans stjórn höfnuðu Englendingar í þriðja sæti á HM árið 2017 og komust í undanúrslitin á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Í gær stýrði hann liðinu í síðasta sinn þegar England burstaði Rússland, 6:0, í undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert