Aron meiddur en Cardiff á toppinn

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cardiff City endurheimti toppsæti ensku B-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Cardiff vann 3:1-heimasigur á Leeds í toppslag, en liðin voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætunum fyrir leikinn. Cardiff er nú með 23 stig á toppnum eftir 10 umferðir með þriggja stiga forskot.

Birkir Bjarnason byrjaði á varamannabekk Aston Villa en lék síðustu 11 mínúturnar í öruggum útisigri gegn Burton, 4:0. Aston Villa er í 8. sætinu með 16 stig.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á á 81. mínútu hjá Reading sem tapaði á útivelli fyrir Milwall, 2:1. Axel Óskar Andrésson var ekki í liði Reading sem er í 18. sætinu með 9 stig.

Bristol City vann svo 2:0-heimasigur á Bolton og er í 7. sætinu með 17 stig. Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður hjá Bristol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert