Manchester City í sögubækurnar

Leikmenn Manchester City fagna í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna í kvöld. AFP

Manchester City sló met með 4:0-sigrinum á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar Guardiola hafa nú unnið 15 leiki í röð í ensku deildinni, en engu liði hefur tekist það áður. 

Arsenal vann 14 leiki í röð á sínum tíma árið 2002. David Silva skoraði tvö mörk og Kevin De Bruyne og Sergio Agüero eitt mark hvor í sigrinum örugga. City er með 11 stiga forskot á granna sína í United. 

Næsti leikur City er stórleikur gegn Tottenham á heimavelli á laugardaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert