Félagaskipti Sánchez ráðast af Mkhitaryan

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Manchester United mun ekki ganga frá kaupum á Alexis Sánchez nema að Armeninn Henrikh Mkhitaryan samþykki að fara til Arsenal.

Þetta segir Mino Raiola umboðsmaður Mkhitaryan, sem var ekki í leikmannahópi Manchester United í sigurleiknum gegn Stoke í gær. Eftir leikinn sagði José Mourinho að framtíð Armenans hjá United væri í óvissu.

„Manchester United mun ekki kaupa Sánchez nema að Mkhitaryan samþykki að fara til Arsenal. Hann hefur ekki gert upp hug sinn. Hann mun gera það sem er best fyrir hann. Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum svo þetta er í hans höndun,“ sagði Raiola við fréttamenn.

Fréttir bárust af því að Manchester City hafi hætt við að reyna að fá Henrikh til liðs við sig en að Chelsea væri komið í slaginn.

Antonio Conte var spurður á fréttamannafundi í dag hvort Chelsea sé að reyna að fá Sánchez og hans svör voru á þessa leið:

„Ég veit það ekki en ég held ekki,“ sagði Ítalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert