Chelsea spyrst fyrir um Higuaín

Higuaín var með Argentínu á HM í Rússlandi.
Higuaín var með Argentínu á HM í Rússlandi. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er byrjað að ræða við Juventus með það í huga að kaupa argentínska framherjann Gonzalo Higaín. Sky á Ítalíu greinir frá þessu í dag. Eftir kaup Juventus á Cristiano Ronaldo þarf félagið að selja leikmenn vegna reglu UEFA um fjármál félaga. 

Juventus borgaði 100 milljónir evra fyrir fyrir Ronaldo og er óvíst hvort félagið geti haldið framherjanum stóra og stæðilega. Maurizio Sarri, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, var stjóri Higuaín hjá Napoli. 

Higuaín skoraði 23 mörk í 50 leikjum á síðustu leiktíð og hefur hann alls skorað 55 mörk í 105 leikjum fyrir Juventus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert