Tíu leikmenn sem verða að ná sér á strik

Alexis Sánchez verður að spila betur.
Alexis Sánchez verður að spila betur. AFP

Sky Sports birti í dag lista yfir tíu leikmenn sem verða að spila vel á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikmennirnir eiga það flestir sameiginlegt að hafa ekki náð fram sínu besta á síðustu leiktíð, eftir miklar væntingar. Hér að neðan má sjá þennan skemmtilega lista. 

Alexis Sánchez, Manchester United

Manchester-félögin börðust um að fá Sánchez til sín frá Arsenal. Að lokum fór hann til Manchester United og voru stuðningsmennirnir ansi spenntir. Hann skoraði hins vegar aðeins þrjú mörk og spilaði ekki vel. Nú fær hann heilt tímabil með United og verður að spila betur. 

Álvaro Morata, Chelsea

Skoraði sex mörk í ensku úrvalsdeildinni áður en september varð allur. Eftir góða byrjun fór hins vegar að halla undan fæti og komst hann ekki í landsliðshóp Spánverja á HM í Rússlandi. Hann skoraði aðeins eitt mark í 14 leikjum eftir jól og eru margir búnir að missa trú á að hann gæti verið aðalframherjinn hjá stórliði. 

Álvaro Morata náði sér ekki á strik eftir áramót.
Álvaro Morata náði sér ekki á strik eftir áramót. AFP

Paul Pogba, Manchester United

Pogba er vanur því að hafa mikla pressu á sér. Spilamennska hans á HM í Frakklandi sýnir hvað hann er góður, en hann hefur ekki náð þeim hæðum með Manchester United á síðustu tveimur árum. Verður þetta árið sem Pogba virkilega slær í gegn á Englandi? 

Paul Pogba hefur ekki sprungið út hjá Manchester United.
Paul Pogba hefur ekki sprungið út hjá Manchester United. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal

Aðeins Mohamed Salah, Sergio Agüero og Harry Kane voru með fleiri mörk miðað við spilaðar mínútur en Aubameyang hjá Arsenal. Þrátt fyrir það fór ekki of mikið fyrir honum hjá liðinu og gengi liðsins var lélegt. Hann vonast til að geta breytt því á fyrsta heila tímabilinu sínu á Englandi. 

Pierre-Emerick Aubameyang spilar heilt tímabil á Englandi í fyrsta skipti.
Pierre-Emerick Aubameyang spilar heilt tímabil á Englandi í fyrsta skipti. AFP

Dele Alli, Tottenham

Alli skoraði níu mörk í ensku deildinni á síðustu leiktíð, helmingi minna en hann skoraði tímabilið á undan. Hann var ekki góður á HM í Rússlandi heldur, en hann er aðeins 22 ára. Nú er kominn tími á að hann taki ferilinn sinn á næsta stig og geri betur.

Dele Alli skoraði helmingi minna á síðasta tímabili heldur en …
Dele Alli skoraði helmingi minna á síðasta tímabili heldur en tímabilið þar á undan. AFP

John Stones, Manchester City

Spilaði heilt yfir vel með enska landsliðinu á HM í Rússlandi en hann átti sök í sigurmarki Króata í undanúrslitunum. Það hefur einkennt hann síðustu ár. Hann er góður en missir of oft einbeitinguna, það verður að breytast. Hann var dottinn úr byrjunarliðinu hjá City á síðustu leiktíð. 

Það slökknar stundum á John Stones.
Það slökknar stundum á John Stones. AFP

Jack Wilshere, Arsenal

Wilshere ræddi við Unai Emery, nýjan knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir leiktíðina en fékk ekki loforð um að hann myndi spila mikið. Hann var svo ekki í landsliðshóp Englendinga á HM og hefur þetta því verið sumar áfalla hjá Wilshere. Hann gekk hins vegar í raðir West Ham til að byrja upp á nýtt á ferlinum. Nær hann að nýta tækifærið hjá nýju liði?

Jack Wilshere fær tækifæri með West Ham.
Jack Wilshere fær tækifæri með West Ham. Ljósmynd/West Ham

Adam Lallana, Liverpool

Margir töluðu um að enska landsliðið hafi saknað Lallana á HM í Rússlandi og hann getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi. Því miður var hann mikið meiddur á síðustu leiktíð og var aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í ensku deildinni. Nú er hann orðinn heill heilsu, en nær hann að sýna sitt rétta andlit? 

Adam Lallana hefur verið að glíma við meiðsli.
Adam Lallana hefur verið að glíma við meiðsli. AFP

Ryan Sessegnon, Fulham

Unglingurinn spilaði gríðarlega vel með Fulham í B-deildinni á síðustu leiktíð og væru flest ef ekki öll liðin í deildinni til í að hafa hann í sínum röðum. Hann hefur hins vegar aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni og verður gaman að sjá hvernig það tekst að taka stökkið. Hann er aðeins 18 ára og fær nú gott tækifæri. 

Ryan Sessegnon fær tækifæri á stærsta sviðinu.
Ryan Sessegnon fær tækifæri á stærsta sviðinu. Ljósmynd/@dcfcofficial

Loris Karius, Liverpool

Endirinn á síðasta tímabili var martröð hjá Karius og átti hann risastóran þátt í að Liverpool tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er ekki hægt að gleyma þeim mistökum en hann er enn þá bara 25 ára og allir elska góðar endurkomur, en nær hann einhvern tímann að jafna sig almennilega og fær hann tækifæri til þess? 

Loris Karius er búinn að eiga erfitt hjá Liverpool.
Loris Karius er búinn að eiga erfitt hjá Liverpool. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert