Mendy sviptur ökuréttindum í ár

Benjamin Mendy hefur farið vel af stað með Manchester City …
Benjamin Mendy hefur farið vel af stað með Manchester City á þessari leiktíð. AFP

Benjamin Mendy, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, hefur verið sviptur ökuréttindum sínum í ár en það er BBC sem greinir frá þessu. Mendy var tekinn fyrir ofsaakstur í fjórgang en í öll skiptin voru það löggæslumyndavélar sem náðu atvikunum á mynd.

Lögreglan í Manchester hafði samband við Mendy, sem var skráður fyrir Mercedes-bifreiðinni sem náðist á myndband, og bað hann um að bera kennsl á ökumann bifreiðarinnar. Mendy svaraði ekki tilmælum lögreglunnar og því hefur hann verið sviptur ökuréttindum sínum.

Þá þarf hann greiða 2.500 pund í sekt en bakvörðurinn meiddist á fæti á æfingu City, stuttu eftir landsleikjahléið, og er óttast að hann sé með brákað bein. Hann gæti því misst af næstu leikjum City vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert