Solskjær alveg sama um Liverpool

Ole Gunnar Solskjær þekkir afar vel til hjá Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær þekkir afar vel til hjá Manchester United. AFP

Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur sem næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Hann tekur við af Jose Morinho sem var rekinn í gær.  

Solskjær þekkir allt og alla hjá Manchester United enda lék hann þar í ellefu ár. Hann þjálfaði auk þess varalið félagsins og er mikill stuðningsmaður þess. Það hefur því verið sárt fyrir hann að stýra Cardiff gegn erkifjendum United í Liverpool og tapa 6:3 árið 2014. 

Cardiff var í fallsæti eftir leikinn og féll að lokum á meðan Liverpool var í harðri toppbaráttu við Chelsea og Manchester City. Eftir leikinn var Solskjær spurður hvor hann hefði trú á Liverpool í titilbaráttunni, en Norðmaðurinn var ekki sáttur við spurninguna. 

Hann svaraði einfaldlega: „Mér gæti ekki verið meira sama,“ áður en hann gekk í burtu. Hér að neðan má sjá þetta áhugaverða viðtal og kostuleg viðbrögð Phil Thompson, fyrrverandi leikmanns Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert