Solskjær aðvarar Sánchez

Alexis Sánchez á eftir að sanna sig hjá United.
Alexis Sánchez á eftir að sanna sig hjá United. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur aðvarað Alexis Sánchez og aðra leikmenn liðsins sem ekki hafa verið að standa sig undanfarið og sagt að félagið hafi ekki efni á því að vera með farþega innanborðs.

United féll úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni og hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum er liðið reynir að ná Meistaradeildarsæti á endaspretti tímabilsins. Þá hefur Sánchez átt erfitt uppdráttar í Manchester síðan hann kom í janúar í fyrra en hann hefur aðeins byrjað fimm leiki undir stjórn Norðmannsins síðan í desember.

„Sem félag getum við ekki verið með farþega,“ sagði Solskjær í viðtalið við Telegraph. „Ég er ekki bara að tala um Sánchez. Allir eru undir sömu pressunni en ef við erum að tala um hann þá hefur Alexis ekki verið heppinn með meiðsli.“

„Hann er búinn að meiðast tvisvar síðan ég kom sem hefur auðvitað ekki hjálpað. Hann hefur frábæra hæfileika en nú viljum við að hann standi sig hjá okkur.“

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert