Chelsea leyft að kaupa menn í janúar

Frank Lampard getur styrkt lið Chelsea í janúar.
Frank Lampard getur styrkt lið Chelsea í janúar. AFP

Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn, CAS, hefur úrskurðað að félagaskiptabann enska knattspyrnufélagsins Chelsea skuli vera stytt um helming og þar með má félagið kaupa menn á nýjan leik í janúarmánuði.

Chelsea var dæmt í bann af FIFA fyrir að brjóta reglur um félagaskipti ungra leikmanna og mátti ekki kaupa nýja leikmenn síðasta sumar, og bannið átti að gilda framyfir lok janúargluggans í félagaskiptunum.

Chelsea áfrýjaði til CAS og niðurstaðan dómstólsins var sú að bannið skyldi stytt.

Frank Lampard, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið mörgum ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á þessu keppnistímabili og er með lið sitt í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert