Tryggðu sér nægt fjármagn fyrir keppnistímabilið

Liðsmaður Heroic, Cadian.
Liðsmaður Heroic, Cadian. Skjáskot/DreamH

Fyrr í mánuðinum var greint frá fjárhagsvandræðum rafíþróttaliðsins Heroic en tilraun til þess að safna fyrir komandi starfárum mistókst.

Nú hafa hins vegar góðar fréttir borist hvað þetta mál varðar en svo virðist sem fyrirtækið hafi fundið tímabundna lausn á þessu máli.

Framtíðin óljós

Tilkynning barst frá eigendum Heroic, sem er norska fyrirtækið Omaken, að hlutir yrðu seldir í rafíþróttaliðinu til þess að fjármagna félagið. Tókst það og búið að tryggja starfsemina út tímabilið. 

Fyrsta tilraun félagsins til þess að safna hlutafé gekk ekki vel og þurfti stjórn Omaken að breyta og lækka verðið á hlutum í félaginu. Eftir að fyrirtækið var fyrst sett á markað árið 2021 hefur fyrirtækið tapað hundruðum milljónum króna og því þurfti að grípa til þessara ráða. 

Ekki er búið að tryggja fjármagn fyrir komandi ár en þó er víst að Heroic mun halda áfram að keppa í Counter-Strike út núverandi keppnistímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert