Nýr Frakki í formúlu-1

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly þreytir frumraun í formúlu-1 í Malasíu …
Franski ökumaðurinn Pierre Gasly þreytir frumraun í formúlu-1 í Malasíu um komandi helgi.

Nýr keppandi bætist í flóruna í formúlu-1 í Malasíukappakstrinum er tvítugur Frakki, Pierre Gasly, keppir fyrir Toro Rosso í stað Daniil Kvyat. 

Gasly hefur verið á mála hjá Red Bull frá 2014 en hann varð heimsmeistari í GP2-formúlunni í fyrra. Liðið afréð þrátt fyrir það að Kvyat myndi keppa áfram fyrir Toro Rosso.

Og þótt Gasly keppi í Sepang - og einnig í Suzuka í Japan í framhaldi af því - er þar með ekki ferli Rússans fyrir bí því hann tekur við Toro Rosso bílnum aftur í bandaríska kappakstrinum í Austin. Sömu helgi fer fram lokamót ofurformúlunnar svonefndu í Suzuka og er Gasly þar meðal keppenda.

Vonbrigði

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly þreytir frumraun í formúlu-1 í Malasíu …
Franski ökumaðurinn Pierre Gasly þreytir frumraun í formúlu-1 í Malasíu um komandi helgi.


Það er fyrst og fremst vonbrigði með getu Kvyat í ár að hann er látinn víkja um skeið fyrir nýliðum Red Bull sem liðið vill skoða í næstu mótum til að fá sem gleggsta mynd á getu hans og stöðu.

Á þessu stigi hefur ekki verið fastsett hverjir aka bílum Toro Rosso í lokamótunum þremur, í Mexíkó, Brasilíu og Abu Dhabi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert