Head: McLaren mun taka stórstökk

Alonso á ferð á 2007-bíl McLaren.
Alonso á ferð á 2007-bíl McLaren. mbl.is/mclarenf1

Allt bendir til þess að McLarenliðið taki stórt stökk fram á við í ár og fleygi af sér draugakápu tveggja síðustu ára sem hangið hefur um herðar liðsins, ekki síst með Fernando Alonso innanborðs. Þeirrar skoðunar er yfirmaður verkfræðimál Williamsliðsins, Patrick Head.

Head segir að miðað við æfingar að undanförnu sé McLaren lið sem hafa þurfti gætur á í ár. „McLaren virðist skrambi öflugt,“ sagði Head er hann var spurður hverjir myndu keppa um heimsmeistaratitla í ár.

„Þeir eru gott lið, ég er sannfærður um að þeir hafa lært marga lexíuna hvað varðar endingartraust. Skortur á því kostaði þá titilinn 2005 og liðið var ekki alveg eins gott og Renault og Ferrari 2006.

Þeir þurfa því að bæta sig, og ég er viss um að þeir geri það því mannskapurinn er góður. Ég held að Alonso sé afar fullkominn ökuþór, bæði í bílnum og utan hans. Því held ég þeir verði mjög góðir,“ segir Head við vefsetrið autosport.com.

Head segir aðra titilkandidata, Ferrari og Renault, vera ákveðin spurningarmerki vegna breytinga í tæiknideild Ferrari og ökuþóraskipan Renault. Bílar liðanna virðist mjög góðir, sérstaklega þó Renault, en vegna svo mikilla breytinga hjá þeim verði bara að koma í ljós hvort liðin verði þess megnug að keppa um titla.

„Honda-liðið er einnig spurningamerki. Þeir tala heilmikið og augljóslega leggja þeir mikið í sölurnar svo það verður áhugavert að sjá hvort þeir geti fylgt því eftir.

Hvað varðar Toyota þá er pressa á liðinu að skila árangri. Ég sá að Ralf [Schumacher] var mjög fljótur í Valencia. Mér sýnist við horfa í mót mjög áhugaverðri keppnistíð. Fullt af breytingum að eiga sér stað,“ sagði Head.

Head veltir því fyrir sér hvort nýr Ferrari sé nógu …
Head veltir því fyrir sér hvort nýr Ferrari sé nógu góður til að verða meistarabíll. ap
Head líst vel á Renaultinn.
Head líst vel á Renaultinn. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert