Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn í viðbót

Willum Þór Þórsson er einn fjórmenninganna sem aðstoða Ólaf Jóhannesson …
Willum Þór Þórsson er einn fjórmenninganna sem aðstoða Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Jóhannesson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur fengið fjóra aðstoðarmenn í lið með sér í undirbúninginn fyrir þátttöku liðsins í undankeppni HM. Þrír þeirra eru þjálfarar liða í úrvalsdeildinni og sá fjórði er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands.

Fjórmenningarnir eru Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, Leifur S. Garðarsson, þjálfari Fylkis, og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.

Þeir munu skipta andstæðingum Íslands á milli sín, fylgjast með þeim og leikgreina þá til að veita Ólafi sem nákvæmastar upplýsingar um liðin. Willum fylgist með Hollendingum, Rúnar með Norðmönnum, Leifur með Skotum og Kristján með Makedóníumönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert