Árni Gautur til Suður-Afríku

Árni Gautur Arason.
Árni Gautur Arason. mbl.is/Sverrir

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, skrifaði í gærkvöld undir samning við suður-afríska liðið Thanda Royal Zulu um að leika með því út yfirstandandi keppnistímabil. Árni fer til Suður-Afríku á morgun og leikur væntanlega sinn fyrsta leik þegar Thanda Royal tekur á móti Orlando Pirates í efstu deildinni þar í landi.

Thanda Royal Zulu er í 14. sæti af 16 liðum í deildinni þegar 22 umferðum er lokið af 30, þremur stigum á undan næstneðsta liðinu. Að sögn Ólafs Garðarssonar umboðsmanns, sem hafði milligöngu um samninginn, er félagið í eigu sænskra auðkýfinga og Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, á hlut í því.

Sjá nánar ítarlegri frétt og viðtal við Árna Gaut í Íþóttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert