AZ Alkmaar vill ekki selja Aron

Werder Bremen hefur áhuga á Aroni Jóhannssyni, en AZ Alkmaar …
Werder Bremen hefur áhuga á Aroni Jóhannssyni, en AZ Alkmaar hefur hafnað fyrsta tilboði þýska félagsins í framherjann. AFP

AZ Alkmaar hefur hafnað tilboði þýska liðsins Werder Bremen í bandaríska landsliðsmanninn Aron Jóhannsson. Ernie Stewart, yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ, staðfesti þetta í viðtali sem fram kom á twitter síðu AZ Alkmaar.

Mbl.is greindi frá því í morgun að Werder Bremen hefði áhuga á að fá Aron til þess að fylla það skarð sem argentínska framherjinn Franco di Santo skildi eftir sig, en hann færði sig um set til Schalke 04 fyrr í sumar.

Visir.is greinir frá því í frétt sinni fyrr í dag að þeir hafi heimildir fyrir því að ein milljón evra beri í milli tilboðs Werder Bremen og þess sem AZ Alkmaar vill fá fyrir Aron. Þannig vilji AZ Alkmaar fá fimm milljónir evra fyrir Aron, en Werder Bremen séu aðeins reiðubúnir að greiða fjórar milljónir fyrir framherjann.

Hér má sjá viðtalið við Ernie Stewart þar sem fjallað er um málefni Arons Jóhannssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert