125: Messi, Neymar, Suárez

Sóknarþrennan ógurlega.
Sóknarþrennan ógurlega. AFP

Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez hafa skorað samtals 125 mörk á árinu 2015 eða meira en nokkurt lið í Evrópu hefur afrekað á árinu. Á yfirstandandi tímabili hefur þessi ógnarþrenna skorað 43 mörk eða 1,95 mörk að meðaltali í leik.

Brasilíumaðurinn Neymar er markahæstur í spænsku 1. deildinni með 14 mörk í tólf leikjum en hann skoraði í fjórða deildarleiknum í röð með Börsungum þegar þeir lögðu Real Sociedad, 4:0, í fyrradag en þetta var 10. sigur liðsins í röð á heimavelli sínum, Camp Nou.

Suárez er næstmarkahæstur í deildinni með 12 mörk í tólf leikjum en Úrúgvæinn hefur skorað níu mörk í síðustu sex deildarleikjum.

Messi hefur skorað 4 mörk í deildinni á tímabilinu í átta leikjum en er nýkominn aftur á ferðina eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í tvo mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert