Guðmundur lagði upp í toppslagnum

Guðmundur Þórarinsson lagði upp eitt marka Rosenborg.
Guðmundur Þórarinsson lagði upp eitt marka Rosenborg. AFP

Noregsmeistarar Rosenborg eru komnir með átta stiga forystu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigur á Molde, 3:1, í toppslag frammi fyrir 22 þúsund áhorfendum í Þrándheimi í dag, þar sem fjórir Íslendingar komu við sögu.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson léku allan leikinn með Rosenborg og Guðmundur lagði upp annað mark liðsins.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inná hjá Molde á 56. mínútu og Matthías Vilhjálmsson hjá Rosenborg á 59. mínútu.

Rosenborg fer í sumarfríið með 32 stig en Molde er með 24 stig eins og Odd, sem á leik til góða.

Sarpsborg vann Tromsö 2:1 á útivelli en Kristinn Jónsson og Aron Sigurðarson voru varamenn hjá liðunum og komu ekkert við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert