Eriksson í kínversku B-deildina

Sven Göran Eriksson
Sven Göran Eriksson AFP

Svíinn Sven Göran Eriksson hefur ráðið sig í knattspyrnustjórastarf í B-deildinni í Kína á 69. aldursári. 

Eriksson mun stýra liði Shenzhen og tekur við starfinu af Hollendingnum Clarence Seedorf sem stýrði liðinu aðeins í hálft ár. 

Eriksson sem er einna frægastur fyrir að hafa stýrt enska landsliðinu hefur þjálfað víða og var lengi á Ítalíu en þjálfaði einnig í Svíþjóð og Portúgal. Hann hefur verið við störf í Kína um nokkra hríð og hætti í síðasta mánuði sem knattspyrnustjóri hjá Shanghai SIPG sem leikur í efstu deild eftir tvö ár við stjórnvölinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert