Chapecoense fékk sigurlaunin afhent

Ivan Tozzo nýr forseti Chapecoense á blaðamannafundi.
Ivan Tozzo nýr forseti Chapecoense á blaðamannafundi. AFP

Brasilíska knattspyrnuliðið Chapecoense hefur fengið sigurlaunin afhent fyrir keppnina Copa Sudamericana af Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. 

Liðið var á leið í fyrri úrslitaleik keppninnar þegar liðið lenti í flugslysi í Kólumbíu á dögunum með hörmulegum afleiðingum en nítján leikmenn liðsins fórust í slysinu. 

Andstæðingur Chapecoense í úrslitaleikjunum átti að vera Atlético Nacional frá Kólumbíu en Kólumbíumennirnir fóru fram á að Brasilíumenn fengju bikarinn og gáfu því úrslitaleikina tvo. Hefur kólumbíska liðið fengið sérstök háttvísisverðlaun frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir vikið. 

Chapecoense fær 2 milljónir dollara í sinn hlut fyrir sigurinn í keppninni en Atlético Nacional fær 1 milljón dollara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert