Sara Björk tilnefnd í heimslið ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Ljósmynd/WfL Wolfsburg

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið tilnefnd í lið ársins í heiminum af FIFPro, Alþjóðlegu leikmannasamtökunum.

FIFPro birti lista yfir 55 leikmenn á heimasíðu sinni í dag sem tilnefndir eru í úrvalslið ársins 2016, en liðið verður kunngjört þann 8. mars.

Meira en 3 þúsund kvennaleikmenn frá 47 löndum tóku þátt í valinu, en hver og einn átti að velja einn markvörð, fjóra varnarmenn, þrjá miðjumenn og þrjá framherja.

Þetta er önnur viðurkenningin sem Sara fær fyrir góða frammistöðu sína því hún hafnaði í 19. sæti í kjörinu á bestu knattspyrnukonu Evrópu tímabilið 2015-2016.

Þær sem eru tilnefndar má sjá hér að neðan og er Sara því í hópi 15 bestu miðjumanna heims.

Markverðir:

Katarzyna Kiedrzynek (Pólland, Paris Saint-Germain)

Hedvig Lindahl (Svíþjóð, Chelsea)

Andreea Paraluta (Rúmenía, Atletico)

Tinja-Riikka Korpela (Finnland, FC Bayern München)

Hope Solo (Bandaríkin, án félags)

Varnarmenn:

Lucy Bronze (England, Manchester City)

Kadeisha Buchanan (Kanada, Lyon)

Stephanie Catley (Ástralia, Melbourne City)

Nilla Fischer (Svíþjóð, VfL Wolfsburg)

Sara Gama (Ítalía, ACF Brescia)

Laura Georges (Frakkland, Paris Saint-Germain)

Stephanie Houghton (England, Manchester City)

Julie Johnston (Bandaríkin, Chicago Red Stars)

Meghan Klingenberg (Bandaríkin, Portland Thorns)

Tabea Kemme (Þýskaland, 1. FFC Turbine Potsdam)

Ali Krieger (Bandaríkin, Orlando Pride)

Leonie Maier (Þýskaland, FC Bayern München)

Amel Majri (Frakkland, Lyon)

Griedge M'Bock (Frakkland, Lyon)

Wendie Renard (Frakkland, Lyon)

Irene Paredes (Spánn, Paris Saint-Germain)

Ali Riley (Nýja-Sjáland, FC Rosengard)

Line Roddik Hansen (Danmörk, FC Barcelona)

Becky Sauerbrunn (Bandaríkin, FC Kansas City)

Marta Torrejon (Spánn, FC Barcelona)

Miðjumenn:

Camille Abily (Frakkland, Lyon)

Melanie Behringer (Þýskaland, FC Bayern München)

Veronica Boquete (Spánn, Paris Saint-Germain)

SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR (ÍSLAND, VfL Wolfsburg)

Pernille Harder (Danmörk, VfL Wolfsburg)

Tobin Heath (Bandaríkin, Portland Thorns)

Jenni Hermoso (Spánn, FC Barcelona)

Amandine Henry (Frakkland, Paris Saint-Germain)

Saki Kumagai (Japan, Lyon)

Carli Lloyd (Bandaríkin, Manchester City)

Dzsenifer Marozsan (Þýskaland, Lyon)

Marta (Brasilía, FC Rosengard)

Claudia Neto (Portúgal, Linköpings FC)

Megan Rapinoe (Bandaríkin, Seattle Reign)

Caroline Seger (Svíþjóð, Lyon)

Framherjar:

Andressa Alves (Brasilía, FC Barcelona)

Ramona Bachmann (Sviss, Chelsea)

Cristiane (Brasilía, Paris Saint-Germain)

Shirley Cruz (Kosta Ríka, Paris Saint-Germain)

Caroline Graham Hansen (Noregur, VfL Wolfsburg)

Ada Hegerberg (Noregur, Olympique Lyonnais)

Eugenie Le Sommer (Frakkland, Olympique Lyonnais)

Vivianne Miedema (Holland, Bayern)

Anja Mittag (Þýskaland, VfL Wolfsburg)

Alex Morgan (Bandaríkin, Olympique Lyonnais)

Louisa Necib (Frakkland, hætt)

Alexandra Popp (Þýskaland, VfL Wolfsburg)

Alexia Putellas (Spánn, FC Barcelona)

Lotta Schelin (Svíþjóð, FC Rosengard)

Christine Sinclair (kanada, Portland Thorns)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert