„Þetta var mikið sjokk“

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ljósmynd/www.randersfc.dk

Breytingar hafa verið gerðar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Randers, sem Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar, eins og fram kom hér á mbl.is í gær.

Randers ákvað að reka íþróttastjórann Ole Nielsen úr starfi og ráða í hans stað Michael Gravgaard.

„Það var mikið sjokk þegar ég heyrði um brottreksturinn og ég hef mikla samúð með Ole. Þetta var ákvörðun stjórnarinnar. Ég er leiður yfir þessu því Ole var góður samstarfsmaður sem gerði það sem góður íþróttastjóri á gera og var á öllum æfingum,“ segir Ólafur við danska fjölmiðla.

Ólafur og lærisveinar hans í Randers hafa gengið í gegnum erfiðar vikur og mánuði en liðið náði aðeins að krækja í eitt stig í síðustu tíu leikjunum í deildarkeppninni og missti fyrir vikið af því að komast í hóp sex efstu liða sem berjast um meistaratitilinn.

Ólafur er á sínu fyrsta tímabili með Randers en með liðinu leikur landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert