Ronaldo fikrar sig í átt að Puskás

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal, í leik liðsins gegn Ungverjalandi.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal, í leik liðsins gegn Ungverjalandi. AFP

Cristiano Ronaldo var á skotskónum fyrir Portúgal í 3:0-sigri liðsins gegn Ungverjalandi í undankeppni HM 2018 í gær. Ronaldo hefur nú skorað 70 mörk í 137 leikjum fyrir Portúgal, en hann er nú fjórði markahæsti evrópski landsliðsmaður sögunnar. 

Ronaldo hefur skorað 14 mörkum minna en ungverski landsliðsmaðurinn Ferenc Puskás, en Ronaldo hefur skorað 14 mörk í síðustu 14 leikjum fyrir Portúgal og því verður að telja góðar líkur á því að hann geri harða atlögu að meti Puskás. 

Hér að neðan getur að líta lista yfir tíu markahæstu evrópsku landsliðsmenn sögunnar, en Ronaldo skaust upp í fjórða sætið á þeim lista með mörkunum tveimur á laugardaginn. 

  1. Ferenc Puskás, Ungverjaland - 84 mörk
  2. Sandor Kocsis, Ungverjaland - 75 mörk
  3. Miroslav Klose, Þýskaland – 71 mark
  4. Cristiano Ronaldo, Portúgal – 70 mörk
  5. Gerd Müller, Þýskaland - 68 mörk
  6. Robbie Keane, Írland – 68 mörk
  7. Zlatan Ibrahimović, Svíþjóð - 62 mörk
  8. Imre Schlosser, Ungverjaland - 59 mörk
  9. David Villa, Spánn - 59 mörk
  10. Jan Koller, Tékkland - 55 mörk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert