Höfnuðu áfrýjun Madrid - Ronaldo í bann

Ronaldo trúði vart sínum eigin augum þegar hann var rekinn …
Ronaldo trúði vart sínum eigin augum þegar hann var rekinn af velli. AFP

Real Madrid áfrýjaði fimm leikja banni sem spænska knattspyrnusambandið úrskurðaði Cristiano Ronaldo í fyrir að ýta við dómara í 3:1 útisigri liðsins á Barcelona í fyrri leik liðanna í Meistarakeppni Spánar. Áfrýjunin hefur hins vegar verið hafnað og missir Ronaldo því af næstu fimm leikjum. 

Ronaldo fékk fyrra gula spjaldið fyrir að klæða sig úr treyjunni í fagnaðarlátum og það síðara fyrir leikaraskap. Ronaldo var allt annað en sáttur við þann dóm og ýtti í kjölfarið við dómara leiksins. 

Portúgalinn missir af seinni leiknum gegn Barcelona í Meistarakeppninni ásamt því að hann missir af deildarleikjum gegn Deportivo La Caruna, Valencia, Levante og Real Sociedad. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert