Chelsea komið áfram

Francesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld.
Francesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Chelsea tryggði sér farseðilinn í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld með því að vinna stórsigur gegn Qarabag, 4:0, í Aserbaídsjan.

Rashad Farhad Sadygo fyrirliða var vikið af velli fyrir brot innan teigs á 19. mínútu og úr vítaspyrnunni sem dæmd var á hann skoraði Eden Hazard af öryggi. Willan bætti við öðru marki á 36. mínútu og staðan í hálfleik var 2:0.

Cesc Fabregás skoraði þriðja markið út vítaspyrnu á 73. mínútu og lokaorðið átti Willian þegar hann skoraði fjórða markið á 85. mínútu en Brasilíumaðurinn fiskaði báðar vítaspyrnur Englandsmeistaranna.

Chelsea er með 10 stig í efsta sæti, Roma sem sækir Atlético Madrid heim í kvöld, er með 8, Atlético Madrid 3, og Qarabag 2.

CSKA Moskva komst upp í annað sætið í A-riðlinum eftir 2:0 sigur gegn Benfica á heimavelli. Manchester United, sem sækir Basel heim í kvöld, er með 12 stig, CSKA Moskva 9, Basel 6, og Benfica er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert