Með 29 mörk í 15 leikjum

Ada Hegerberg.
Ada Hegerberg. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Ada Hegerberg frá Noregi var kjörin knattspyrnukona ársins í Evrópu árið 2016 eftir magnað tímabil með Lyon í Frakklandi. Hún náði sér hinsvegar engan veginn á strik með norska landsliðinu á EM í Hollandi í sumar og tilkynnti í kjölfarið að hún gæfi ekki kost á sér í landsliðið.

En þessi 22 ára framherji hefur heldur betur tekið upp þráðinn í markaskorun á ný. Hún er búin að skora 29 mörk í fyrstu 15 leikjum Lyon á tímabilinu, síðast gerði hún sigurmarkið, 1:0, í uppgjöri efstu liðanna í Frakklandi gegn París SG í fyrrakvöld. Hún hefur gert 16 mörk í fyrstu 11 umferðunum í Frakklandi og 13 mörk í fjórum leikjum Lyon í Meistaradeild Evrópu.

Samtals hefur Hegerberg, sem er aðeins 22 ára gömul, nú skorað 144 mörk í 115 leikjum fyrir Lyon eftir að hún kom til félagsins frá Turbine Potsdam í Þýskalandi árið 2014. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert